/   xn--wqa.com   / Icelandic  

2019-06-25 23:37:21

Lovísa Björt Henningsdóttir skrifaði í dag undir samning við Hauka og leikur með liðinu í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð.Lovísa hefur undanfarin ár leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og leikið þar við góðan orðstír en hún er fædd og uppalin í Haukatreyjunni.„Það er mjög gaman að koma aftur heim í heimaliðið mitt. Ég er mjög spennt fyrir því,“ sagði Lovísa í kvöldfréttum Stöðvar 2. En höfðu önnur lið samband?„Ég var að tala við nokkur lið erlendis, hér og þar, og fannst það mjög spennandi. Ég ætlaði mér út að spila en um leið Haukar höfðu samband langaði mig bara heima í Hauka.“„Ég er búin að vera úti í fimm ár. Ég kem heim sem allt annar leikmaður en þegar ég var sautján ára. Þetta er búið að vera súrt og sætt,“ sagði Lovísa.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


visir.is
visir lovsa erlendis https semja felog isg2019190629235lovisa vera heim haukar samband uppeldisfelagid


User comments