/   xn--wqa.com   / Icelandic  

2019-09-20 07:17:06

Það slæma kemur því miður líka fyrir fína og fallega fólkið í Hollywood. Þessar stjörnur eiga það allar sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti greinst með krabbamein.

Sheryl Crow. mbl.is/AFP

Sheryl Crow

Kántrísöngkonan Sheryl Crow greindist með brjóstakrabbamein árið 2006, þá 44 ára gömul.

Marcia Cross.

Marcia Cross

Desperate Housewives-stjarnan Marcia Cross glímdi um árabil við krabbamein í endaþarmi. Með því að deila sögu sinni vildi hún draga úr feimninni hvað varðar krabbamein í endaþarmi og hvetja fólk til að segja læknum sínum frá ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Larry King. skjáskot/Youtube

Larry King

Fjölmiðlamógúllinn Larry King greindist með lungnakrabbamein árið 2017. Hann fór í aðgerð það sama ár. 

Kylie Minogue. mbl.is/AFP

Kylie Minogue

Tónlistarkonan Kylie Minogue greindist með brjóstakrabbamein þegar hún var á tónleikaferðalagi árið 2005.

Leikarinn Michael C. Hall.

Michael C. Hall

Dexter-stjarnan Michael C. Hall greindist með Hodgkin-eitilfrumuæxli. Hann hélt sjúkdóminum leyndum á meðan tökum á Dexter stóð, en greindi svo frá veikindum sínum fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina 2010.

Rod Stewart. mbl.is/AFP

Rod Stewart

Breski rokkarinn Rod Stewart greindist með krabbamein skjaldkirtli í hefðbundinni læknisheimsókn. Hann er nú á batavegi.

Sofia Vergara. mbl.is/AFP

Sofia Vergara

Það kom leikkonunni Sofiu Vergara í opna skjöldu þegar hún greindist með krabbamein í skjaldkirtli árið 2000. „Ég hef aldrei notað eiturlyf eða reykt. Og ég borða ekki rautt kjöt. Mér leið mjög heilbrigðri, og allt í einu segja þeir mér að ég sé með krabbamein?“ sagði leikkonan.

Jane Fonda. mbl.is/AFP

Jane Fonda

Leikkonan Jane Fonda hefur glímt við og glímir enn við húðkrabbamein. Hún segist hafa verið mikill sólardýrkandi á sínum yngri árum og nú þarf hún reglulega að fara til læknis til að láta fjarlægja bletti.

Hugh Jackman greindist fyrst með húðkrabbamein árið 2013. skjáskot/Twitter

Hugh Jackman

Leikarinn Hugh Jackman hefur einnig glímt við húðkrabbamein lengi. Hann þarf einnig að fara reglulega til læknis líkt ogFonda.

Ben Stiller. mbl.is/AFP

Ben Stiller

Leikarinn Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2016. Hann sagði í viðtali í fyrra að hann væri á batavegi og sem betur fer hafi hann bara þurft að fara í aðgerð.


mbl.is
krabbamein greindist hann hafa https snum hkrabbamein glmt fara marcia stjrnur
User comments