/   xn--wqa.com   / Icelandic  

2019-09-20 08:19:59

Undanfarna fimm mánuði hafa um 20 fundir verið haldnir í kjaradeilu Bandalags háskólamanna, BHM, við ríki og sveitarfélög en á þeim hefur ekkert efnislegt samtal um laun átt sér stað.

Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir „hægagang“ hafa einkennt framgöngu viðsemjenda félagsins. Kjarasamningar 22 aðildarfélaga BHM runnu út 31. mars síðastliðinn. Síðan þá hafa verið haldnir um 20 fundir samninganefnda félagsins og viðsemjendanna sem eru íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og það er mat sögn Þórunnar að þeir hafi lítinn sem engan árangur borið.

Allt að fara í sama farið

Krafa aðildarfélaganna er að háskólamenntun skili ávinningi, að launaþróun félagsmanna verði jákvæð og haldi í við kaupmátt og að gerðir verði lífskjarasamningar við stéttir innan BHM líkt og gert var við stéttir innan ASÍ. Af öðrum kröfum má nefna aukin framlög í sjúkrasjóð hins opinbera, um styttingu vinnuvikunnar í 35 tíma án kjaraskerðingar og um betra starfsumhverfi.

Nánar um máliðí Morgunblaðinu

Nánar um máliðí Morgunblaðinu


mbl.is
fundir veri hafa https haldnir segir efnislegt ekkert hefur sveitarflg hsklamanna


User comments